- Auglýsing -

Verður Bjarki Már eða Ómar Ingi leikmaður mánaðarins?

Samsett mynd/liquimoly-hbl.de

Landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson hjá Lemgo og Ómar Ingi Magnússon hjá SC Magdeburg er meðal þeirra sem hægt er að kjósa um í vali á leikmanni nóvembermánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Báðir fór þeir á kostum með liðum sínum í mánuðinum og reyndar hafa þeir félagar farið hamförum allt keppnistímabilið. Báðir eru t.d. á meðal markahæstu leikmanna.

Einfalt er að taka þátt í valinu með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan og greiða atkvæði með því að smella á mynd á þeim leikmanni sem áhugi er fyrir að veita brautargengi í kjörinu.

https://www.liquimoly-hbl.de/de/n/news/spieler-des-monats/spieler-des-monats-2021-22/lm-hbl/-dkb-spieler-des-monats-november—die-7-kandidaten—news/?fbclid=IwAR0pKbRp118UCu-x5kiB41CDnQbAV5WKlCpSawDt0YA8XaI_GvA65xVwjdk


Fyrr á keppnistímabilinu var Ómar Ingi með í valinu á leikmanni mánaðarins en Bjarki Már er með í fyrsta sinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -