Veszprém krækir í fjóra á einu bretti

Ludovic Fabregas skoraði sigurmarki fyrir Barcelona í vítakeppninni í úrslitaleiknum við Kielce á síðasta sunnudag. Hann yfirgefur félagið eftir ár. Mynd/EPA

Forsvarsmenn ungverska handknattleiksliðsins eru stórhuga eins og stundum áður. Í morgun tilkynntu þeir um samninga við fjóra afar öfluga leikmenn sem koma til liðs við félagið eftir ár. Ekki er ráð nema í tíma sér tekið.


Franski línumaðurinn og nýbakaður Evrópumeistari með Barcelona, Ludovic Fabregas, er án eftir stærsta nafnið af þessum fjórum. Fagbergas kom til Barcelona fyrir fjórum árum eftir að hafa orðið Evrópumeistari með Montpellier um vorið. Síðan hefur hann m.a. orðið tvisvar Evrópumeistari með Barcelona. Fabregas er ekki aðeins framúrskarandi línumaður. Hann er stókostlegur varnarmaður einnig og er vafalaust í hópi allra fremstu handknattleiksmanna heims.


Landi Fabregas, hornamaðurin Hugo Descat, bætist einnig í hópinn eftir ár eins og sænski leikstjórnandinn Lucas Sandell sem nú leikur á Aalborg í Danmörku. Descat er nú liðsmaður Montpellier.


Sandell á vafalaust að koma í stað Rasmus Lauge sem flytur heim til Danmerkur sumarið 2023. Descat er nú liðsmaður Montpellier.


Fjórði leikmaðurinn sem bætist í hópinn hjá Veszprém eftir ár er Spánverjinn Agustin Casado. Hann er nú liðsmaður Logroño La Rioja.


Bjarki Már Elísson gengur til liðs við Veszprém í sumar eins og greint var frá snemma árs.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -