Viggó fór á kostum

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í tíu skotum þegar Stuttgart vann Rhein-Neckar Löwen, 32:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Leikið var á heimavelli Stuttgart sem var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11. Viggó var markahæstur hjá Stuttgart. Hann átti einnig fimm stoðsendingar. Jerry Tollbring skoraði átta fyrir Löwen.


Ýmir Örn Gíslason kom mest við sögu í vörn Rhein-Neckar Löwen.

Viggó er í fjórða sæti á lista markahæstu manna þýsku 1. deildarinnar með 181 mark. Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, er í þriðja sæti með 188. Marcel Schiller er efstur. Hann hefur skorað 193 mörk.


Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk, öll úr vítaköstum þegar Balingen og GWD Minden skildi jöfn, 29:29, á heimavelli Balingen. Liðin eru jöfn að stigum með 20 hvort í 15. og 16. sæti og alls ekki sloppin úr fallhættu. Ludwigshafen er vann í dag Erlangen og er aðeins fimm stigum á eftir og á auk þess tvo leiki til góða. Leikmenn Ludwigshafen eru til alls líklegir og hafa reynslu í að bjarga sér frá falli í deildinni. Endaspretturinn getur þar með orðið spennandi í fallbaráttunni.


Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti þegar Lemgo tapaði á heimavelli fyrir Hannover-Burgdorf, 26:24.


Füchse Berlin – THW Kiel 26:28
Erlangen – Ludwigshafen 19:24
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -