Viggó og félagar bitu frá sér

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Stuttgart. Mynd/EPA

Viggó Kristjánsson og félagar í Stuttgart bitu frá sér í kvöld eftir fremur brösótt gengi í síðustu leikjum í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu Göppingen, 28:26, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:10.


Talsverður munur er á þessum liðum í deildinni. Fyrir leikinn í Stuttgart sátu heimamenn í 13. sæti deildarinnar á sama tíma og Göppingen var í fimmta sæti.


Viggó skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Gunnar Steinn Jónsson, verðandi leikmaður Stjörnunnar, hafði sig lítt í frammi í liði Göppingen ef marka má tölfræði leiksins.

Bjarki með á ný


Bjarki Már Elísson lék sinn fyrsta leik í dag í deildinni eftir nokkra fjarveru vegna kórónuveirusmita innan Lemgo liðsins. Lemgo tapaði með sex marka mun fyrir Rhein-Neckar Löwen, 34:28. Bjarki skoraði fimm mörk fyrir Lemgo, þar af var eitt úr vítakasti.


Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir Rhein-Neckar Löwen en dró hvergi af sér við varnarleikinn.


Staðan:
Flensburg 44(24), Kiel 43(24), Rhein-Neckar Löwen 42(28), Magdeburg 38(25), Göppingen 34(25), Füchse Berlin 29(25), Wetzlar 28(26), Bergischer 27(24), Melsungen 25(23), Leipzig 25(25), Lemgo 24(23), Stuttgart 23(27), Erlangen 22(23), Hannover-Burgdorf 20(25), GWD Minden 18(26), Balingen-Weilstetten 17(27), Luwdigshafen 13(26), Nordhorn 13(27), Essen 11(26), Coburg 8(25).

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -