- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viggó tyllti sér á toppinn þrátt fyrir tap

Viggó Kristjánsson í leik með Stuttgart á síðasta tímabili. Mynd/TVB Stuttgart
- Auglýsing -

Viggó Kristjánsson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Stuttgart í gærkvöld þegar liðið mætti meisturum THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó skoraði sex mörk, þar af þrjú mörk úr vítaköstum, þegar Kiel komst upp í annað sæti deildarinnar með sjö marka sigri, 34:27. Leikið var á heimavelli Stuttgart, Porsch-Arena. Kiel var fimm mörkum yfir í hálfleik, 19:14.

Viggó er þar með markahæstur í deildinni með 101 mark en Robert Weber er næstur með 96 mörk. Weber á leik til góða í dag.

Elvar Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Stuttgart í leiknum. Niclas Ekberg var markhæstur hjá Kiel með sjö mörk. Parrick Wiencek var næstur með sex mörk og Henrik Pekeler skoraði fimm sinnum.

Önnur úrslit í gærkvöld:
HC Erlangen – GWD Minden 21:21
Ludwigshafen – Flensburg 20:29
Tusem Essen – Coburg 29:27
Staðan:
Flensburg 21(12), Kiel 20(11), Rhein-Neckar Löwen 19(12), Füchse Berlin 17(11), Leipzig 17/(13), Göppingen 15(13), Lemgo 15(14), Stuttgart 15(14), SC Magdeburg 14(11), Wetzlar 14(14), Erlangen 13(14), Bergischer 12(12), Hannover-Burgdorf 12(13), Melsungen 11(9), Minden 8(11), Balingen 7(13), Nordhorn 6(13), Essen 5(11), Ludwigshafen 5(14), Coburg 2(13).
Í dag eru áformaðir fjórir leikir í deildinni. Þeir eru:
Rhein-Neckar Löwen – Bergischer
Göppingen – Melsungen
Balingen – Füchse Berlin
Magdeburg – Nordhorn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -