Logi Snædal Jónsson og félagar í Víkingi eru í efsta sæti. Mynd/Víkingur Finnbogi Sigur Marinósson

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu eina taplausa liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, Fjölni, í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi, 27:24, og hafa þar með sent sterk skilaboð til annarra liða í deildinni um að þeir ætli sér að vera með í baráttunni um sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.

Fjölnismenn, sem höfðu unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli fyrir viðureignina í kvöld, voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik. Víkingar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og unnu hann með fjögurra marka mun og eru þar með komnir upp að hlið ungmennaliðs Vals í efsta sæti deildarinnar með átta stig að loknum fimm leikjum.

Mörk Fjölnis: Elvar Otri Hjálmarsson 7, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Jón Bald Freysson 2, Jónas Eyjólfur Jónasson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Viktor Berg Grétarsson 1.
Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 7, Arnar Huginn Ingason 5, Ólafur Guðni Eiríksson 5, Styrmir Sigurðarson 5, Arnar Steinn Arnarsson 2, Logi Snædal Jónsson 2, Arnar Gauti Grettisson 1.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...
- Auglýsing -