Víkingar krækja í hornamann frá Haukum

Örvhenti hornamaðurinn Halldór Ingi Jónasson er nýjasti liðsmaður Víkings. Mynd/Víkingur

Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Grill66-deild karla í handknattleik. Samið hefur verið í hornamanninn Halldór Inga Jónasson til næstu tveggja ára. Halldór Ingi kemur til Víkings frá Haukum.


Hinn 26 ára gamli hægri hornamaður hefur verið um árabil í herbúðum Hauka en einnig lék hann um skeið sem lánsmaður hjá Aftureldingu. Til Hauka kom Halldór Ingi fyrir fáeinum árum frá FH hvar hann lék í yngri flokkum og upp í meistaraflokk.


Samkvæmt heimildum eru Víkingar hvergi nærri hættir í leit sinni að frekari styrkingu á liðinu fyrir næsta keppnistímabil. Mikill hugur er í Víkingum um þessar mundir.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -