- Auglýsing -

Víkingar skelltu toppliðinu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Víkingur gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði FH í Víkinni í kvöld í Grill66-deild kvenna, 24:21. Þetta var fyrsti sigur Víkinga í deildinni á keppnistímabilinu og um leið fyrsta tap FH-inga. Víkingar náðu þar með að einhverju leyti að hefna fyrir tapið fyrir FH í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í síðasta mánuði á sama stað.


FH var með eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik, 12:11. Varnarleikur Víkingsliðsins var frábær í síðari hálfleik. Liðið fékk þá aðeins á sig níu mörk.


Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Elín Helga Lárusdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Ester Inga Ögmundsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Steinunn Birta Haraldsdóttir 2, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1.
Mörk FH: Aþena Arna Ágústsdóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 4, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Arndís Sara Þórsdóttir 1, Ivana Meincke 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deild kvenna er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -