- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingar voru Valsmönnum engin fyrirstaða

Leikmenn Vals taka á móti Víkingi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur átti ekki vandræðum með Víking í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld, ekkert frekar en við mátti búast sé tekið mið af stöðu liðanna í deildinni. Niðurstaðan af leiknum var 13 marka sigur Valsara á heimavelli, 32:19, eftir að þeir voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10.


Valur færðist þar með upp að hlið FH og Hauka í eitt af efstu sætunum þremur. Liðin hafa 20 stig hvert eftir 13 leiki. Víkingum bíður áframhaldandi lífróður fyrir sæti sínu í næst neðsta sæti.


Snemma í leiknum kom í ljós mikill munur á liðunum. Eftir fyrsta stundarfjórðunginn skildu leiðir. Staðan breyttist úr 6:5 Val í vil í 17:10 á síðari 15 mínútum hálfleiksins.


Í síðari hálfleik var spurningin einungis sú hversu stór sigur Vals yrði.
Einar Þorsteinn Ólafsson fór á kostum í liði Vals. Hann skoraði níu mörk í 12 skotum, skapaði þrjú marktækifæri, stal boltanum þrisvar sinnum og var með fimm lögleg stopp í vörninni. Benedikt Gunnar Óskarsson lék einnig á als oddi. Hann skoraði sjö mörk í tíu skotum og skapað sex marktækifæri.


Róbert Aron Hostert mætti til leiks á nýjan leik eftir fjarveru síðan í lok september þegar hann gekkst undir aðgerð á öxl. Hann lét nokkuð til sín taka, jafnt í vörn sem sókn.


Nýjasti liðsmaður Víkings, Gunnar Valdimar Johnsen, gerði hvað hann gat, skoraði fimm mörk og skapaði þrjú marktækifæri. Jóhannes Berg Andrason var einnig umsvifamikill. Var með sex löglegar stöðvanir í vörninni og skoraði fjögur mörk.


Mörk Vals: Einar Þorsteinn Ólafsson 9, Benedikt Gunnar Óskarsson 7/5, Arnór Snær Óskarsson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Róbert Aron Hostert 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Vignir Stefánsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Sakai Motoki 7/1, 43,8% – Björgvin Páll Gústavsson 6/3, 37,5%.

Mörk Víkings: Gunnar Valdimar Johnsen 5, Jóhannes Berg Andrason 4, Hjalti Már Hjaltason 3, Arnar Gauti Grettisson 2, Styrmir Sigurðsson 2, Ólafur Guðni Eiríksson 2/2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 10, 35,7 – Sverrir Andrésson 4, 22,2%.


Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -