- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingur byrjaði á sigri

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Víkingur vann U-lið Vals, 32:30, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag þegar liðin mættust í Origohöllinn við Hlíðarenda. Lærisveinar Jóns Gunnlaugs Viggóssonar í Víkingi voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, og sýndu í leiknum að þeir ætla sér að vera með í toppslag deildarinnar á keppnistímabilinu.

Víkingar náðu mest átta marka forskoti í síðari hálfeik, 23:15, en eins og segir í tilkynningu á heimasíðu félagsins þá hleyptu „þeir hinsvegar óþarfa spennu í leikinn á lokakaflanum þegar Valur saxaði á forskotið en sigldu að lokum frábærum tveimur stigum heim.“

Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 8, Ólafur Guðni Eiríksson 5, Arnar Gauti Grettisson 4, Styrmir Sigurðsson 4, Hjalti Már Hjaltason 4, Arnar Huginn Ingason 3, Guðjón Ágústsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Bjartur Már Guðmundsson 1, Logi Snædal Jónsson 1.

Bjarki Garðarsson, markvörður Víkings var með 33% hlutfallsmarkvörslu og Hjalti Már var með 16 löglegrar stöðvanir í vörninni.

Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Einar Þorsteinn Ólafsson 6, Jóel Bernburg 5, Viktor Andri Jónsson 4, Róbert Nökkvi Petersen 3, Andri Finnsson 2, Þorgeir Arnarsson 2, Óðinn Ágústsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -