- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli áfram á sigurbrautinni

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska liðsins GOG. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG unnu annan leik sinn í riðlakeppni átta liða úrslita um danska meistaratitilinn í handknattleik í dag þegar þeir tóku á móti Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE, 36:27. GOG var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og m.a. munaði sex mörkum á liðunum að loknum fyrri hálfleik.


Viktor Gísli stóð í marki GOG allan leiktímann og varði 11 skot, þar af eitt vítakast, 29% hlutfallsmarkvarsla.


Sveinn skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE úr eina skotinu sem hann átti á marki. Sveinn var aðsópsmikill í vörninni var fyrir vikið tvisvar sinnum vísað af leikvelli.


GOG hefur sex stig efsta sæti riðli eitt í átta liða úrslitum eftir tvo leiki. Bjerringbro/Silkeborg er með þrjú stig eftir tvo leiki, SönderjyskE tvö stig eftir tvo leiki og Kolding er án stiga.

Sigur hjá Rúnari og Daníel Þór

Í neðri hluta keppninnar, þ.e. þeirri þar sem liðin keppa um að falla ekki úr úrvalsdeildinni vann Ribe/Esbjerg öruggan sigur á Mors-Thy, 27:21, á útivelli eftir að jafnt var, 14:14, eftir fyrri hálfleik. Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Ribe/Esbjerg og var markahæstur. Hann átti einnig eina stoðsendingu. Daníel Þór Ingason skoraði ekki að þessu sinni.


Ribe-Esbjerg stendur best að vígi í kjallarakeppninni. Liðið hefur fimm stig eftir tvo leiki. Mors-Thy og Fredericia hafa þrjú stig hvort en síðarnefnda liðið gerði jafntefli í dag, 30:30, við Lemvig sem hefur tvö stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -