- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli greiddi leiðina í úrslit

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG komust í dag í úrslit dönsku bikarkeppninnar í handknattleik er þeir lögðu Bjerringbro/Silkborg, 28:26, í undanúrslitum. Það var ekki síst Viktori Gísla að þakka að GOG komst í úrslitin því hann varði hraðaupphlaup frá leikmanni Bjerringbro/Silkeborg þegar hálf mínúta var til leiksloka og GOG marki yfir, 27:26. Kom Viktor Gísli þar með í veg fyrir að Bjerringbro/Silkeborg jafnaði metin.

Um er að ræða bikarkeppni sem tilheyrði síðasta keppnistímabili en ekki tókst að ljúka í vor vegn kórónuveirunnar.

Íslendingar munu því mætast í úrslitaleiknum sem fram fer á morgun klukkan 14, því fyrr í dag vann lið Óðins Þórs Ríkharðssonar, TTH lið Skanderborg, 29:28, í hinni viðureign undanúrslitanna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -