- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli maður leiksins þriðja sinn í röð – GOG og Aalborg efst

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður. Mynd/Halfliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum í marki GOG í dag þegar liðið vann Skanderborg Aarhus, 32:28, í lokaumferð átta liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Viktor Gísli stóð í marki GOG annan hálfleikinn og varð níu skot, 50%. Hann var fyrir vikið valinn maður leiksins. Er það í þriðja sinn í röð sem hann hreppir hnossið.


GOG vann riðil eitt í átta liða úrslitunum sem fram fara í tveimur riðlum og mætir Skjern í undanúrslitum sem fara fram 25. maí, 1. og 4. júní en vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram í úrslit.


Aalborg, sem er ríkjandi meistari í Danmörku, vann Skjern í uppgjöri liðanna um efsta sætið í riðli tvö, 29:27. Aalborg mætir Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum.


Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg í dag. Hann meiddist í upphitun fyrir Evrópuleikinn við Veszprém á dögunum. Felix Claar lék afar vel í Álaborgarliðinu og skoraði 11 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -