- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli verður ekki með í landsleikjunum tveimur

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og Nantes. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur alls ekki jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir í olnboga fyrir rúmum þremur vikur. Þar af leiðandi verður hann ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir landsliðum Ísraels og Eistlands í undankeppni Evrópumótsins á miðvikudag og á laugardag. Viktor Gísli er hér á landi þessa dagana m.a. til þess að fá skoðun hjá lækni íslenska landsliðsins.


Vitað var þegar landsliðið var valið á dögunum að brugðið gæti til beggja vona með þátttöku Viktors Gísla í landsleikjunum. Þar af leiðandi voru þrír markverðir valdir. Auk Viktors Gísla er þar um að ræða Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Pál Gústavsson. Þeir munu standa vaktina í leikjunum tveimur.

Íslenska landsliðið kom saman í kvöld til fyrstu æfingar fyrir leikina í íþróttahúsinu í Safamýri. Viktor Gísli var þar með félögum sínum en tók vitanlega ekkert þátt í æfingunni.

Gerði illt verra

Viktor Gísli sagði í viðtali við RÚV að hann hitti Örnólf Valdimarsson lækni íslenska landsliðsins á morgun. Að heimsókninni lokinni standa vonir til að staðan skýrist betur. Hann hafi prófað að fá á sig skot á æfingu sem því miður hafi gert illt verra. Vandinn við meiðslin séu hinsvegar þau að erfitt sé að átta sig á því hvort þau hafi batnað eða ekki nema með því að láta reyna á olnbogann.


„Ég fékk þá aftur sama högg og er bara búinn að vera í pásu síðan þá og reyna að finna út hvað í raun og veru þetta er,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og leikmaður franska liðsins Nantes í samtali við RÚV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -