- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor með stórleik hjá GOG sem styrkti stöðu sína

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Topplið dönsku úrvalsdeildinnar, GOG, heldur sínu striki og hefur nú náð þriggja stiga forskoti í efsta sæti. Í kvöld unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar öruggan sigur á næsta neðsta liði deildarinnar, Ringsted, 28:22, á heimavelli eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9. Viktor Gísli átti frábæran leik í markinu.

Viktor Gísli varði 11 skot, þar af tvö vítaköst, og var með 50% hlutfallsmarkvörslu þann tíma sem hann stóð á milli stanganna. Eftir mikið álag upp á síðkastið þá var leiktímanum skipt niður á milli hans og hins gamalreynda, Sören Haagen.

Auk þess að vera með þriggja marka forskot á toppnum þá á GOG leik inni á meistaraliðið Aalborg sem er í öðru sæti.


Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk í tveimur skotum þegar SönderjyskE tapaði í heimsókn sinni til Óðins Þórs Ríkharðssonar og félaga í Holstebro, 32:29. Óðinn Þór hafði hægt um sig, átti aðeins eitt markskot sem geigaði.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
GOG 28(15), Aalborg 25(16), Holstebro 24(16), Bjerringbro/Silkeborg 21(16), Skjern 19(16), Kolding 17(16), SönderjyksE 17(16), Fredericia 14(15), Skanderborg 14(156), Mors 13(16), Aarhus 12(16), Ribe-Esbjerg 11(16), Ringsted 5(16), Lemvig 2(16).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -