- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vilja fækka í efstu deild – ekki góð reynsla af fjölgun

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold á næsta keppnistímabili. Mynd/Erik Laursen - aðsend
- Auglýsing -

Nokkur af sterkari félagsliðum Danmerkur vilja fækka liðum í úrvalsdeild kvenna frá og með keppnistímabilinu 2022/2023. Ætla þau að funda um helgina og fara yfir stöðuna.

Hugmyndir Team-Esbjerg, Viborg HK og Herning-Ikast ganga út á að fækkað verði um tvö lið í úrvalsdeildinni. Róttækari hugmyndir hafa einnig verið á lofti um fækka liðum niður í 10.

Í Danmörku, eins og í Þýsklandi og fleiri löndum, eru það samtök á vegum félaganna sem hafa með rekstur deildarkeppninnar að gera að mestu leyti þótt danska handknattleikssambandið hafi reyndar meiri ítök í deildarkeppninni þar í landi en þýska handknattleikssambandið varðandi þá deildarkeppni sem þar er.

Félögin þrjú í Danmörku sem vilja fækka liðum í úrvalsdeild kvenna segja það vera nauðsynlegt. Með færri liðum og jafnari verði deildarkeppnin áhugaverðari söluvara, jafnt fyrir sjónvarp sem áhorfendum. Leikjum fækki vissulega eitthvað en á móti kemur að viðureignirnar verða e.t.v. meira spennandi. Félögin benda á að huga verði að þessum þáttum þar sem tekjur af sjónvarpssrétti og áhorfendum haldi deildarkeppninni að stórum hluta uppi fjárhagslega. Þess vegna verði varan að vera sem sölulegust. Margir ójafnir leikir eru ekki söluvara.

Þess utan verði að hafa í huga að álag sé mikið á bestu handknattleikskonunum með þéttri dagskrá í Meistaradeildinni, öðrum Evrópumótum félagsliða auk landsliðsmótanna sem séu árlega og alltaf tvö á Ólympíuárum sem tilheyrandi styttingu á sumarleyfi handknattleikskvenna.

Aðeins eru tvö ár síðan að liðum var fjölgað úr 12 upp í 14 í úrvalsdeild kvenna. Mörgum þykir reynslan þegar hafa sýnt að fjölgun liðanna hafa ekki verið til bóta og gert hana að betri söluvöru. Leikjum hafi fjölgað og því miður sé munurinn alltof mikill á milli bestu liðanna og þeirra lakari og hafi aukist með fleiri liðum.

Félögin sem vilja fækka liðum í úrvalsdeildinni leggja fram eftirfarandi staðreyndir máli sínu til stuðnings:

Tímabilið 2017/2018 – síðasta tímabilið með 12 liðum:
– 7% af leikjunum lauk með a.m.k. 10 marka mun.
– 47% af leikjunum voru unnir með a.m.k. 5 marka mun.
– Meðal munur á liðum í leikslok var 5,47 mörk.
Tímabilið 2018/2019 – 14 lið:
– 22% af leikjunum lauk með a.m.k. 10 marka mun.
– 51% af leikjunum voru unnir með a.m.k. 5 marka mun.
– Meðal munur á liðum í leikslok var 6,65 mörk.
Tímabilið 2019/2020 – 14 lið:
– 18% af leikjunum lauk með a.m.k. 10 marka mun.
– 61% af leikjunum voru unnir með a.m.k. 5 marka mun.
– Meðal munur á liðum í leikslok var 6,43 mörk.

Unnið upp úr frétt tv2.dk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -