- Auglýsing -

Viljum sanna okkur sem lið

Aron Pálmarsson fyrirliði landsliðsins á æfingu í gær. Mynd/HSÍ

„Andinn og sjálfstraustið er fyrir hendi í liðinu. Ég skynja að það hefur verið eldur í liðinu í vikunni,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik karla á blaðamannfundi í dag.

„Hópurinn hefur verið í mótun undanfarin ár og innan hans eru leikmenn sem hafa sannað sig með félagsliðum sínum. Nú er komið að því að sanna sig með landsliðinu og það finn ég að mikil löngun er til. Við viljum sanna okkur sem lið en ekki sem einstaklingar. Ég tel að við getum staðið okkur vel á mótinu. Ég hef góða tilfinningu fyrir því sem framundan er,“ sagði Aron sem var ekki með á HM fyrir ári vegna meiðsla.

Aron tók fyrst þátt í EM með landsliðinu fyrir 12 árum og hefur verið með á öllum Evrópumótum síðan. Hann hefur tekið þátt í 33 leikjum í lokakeppni EM og skorað 111 mörk. Um leið er hann fjórði markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi í lokakeppni EM á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni, Ólafi Stefánssyni og Snorra Steini Guðjónssyni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -