Vill fara lengra og skorar á Garðbæinga að fjölmenna

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

„Stjarnan er komin í undanúrslit á Íslandsmótinu í handknattleik karla í fyrsta sinn. Nú er spurningin sú hvort mínir menn séu ánægðir með það og hvort þá hungrar að ná lengra,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar himinlifandi eftir að Stjarnan komst í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni í karlaflokki eftir tveggja marka sigur á Selfossi í Hleðsluhöllinni í síðari viðureign liðanna.


Stjarnan mætir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitum og fer fyrri viðureignin fram í TM-höllinni í Garðabæ á þriðjudagskvöld. Flautað verður til leiks klukkan 20.

„Ég vil fara lengra og fer í leikina við Hauka fullur sjálfstrausts og bý mig og liðið vel undir leikina eins og allra aðra. Ég veit að Haukar eru með afar þétt lið með valinn mann í hverju rúmi sem hefur labbað yfir flesta andstæðinga sína. Sjáum til hvað gerist á þriðjudaginn,“ sagði Patrekur sem óskar ekki aðeins eftir að leikmenn hans mætir klárir í slaginn heldur einnig stuðningsmenn Stjörnunnar.

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar og leikmenn hans. Stjarnan. Mynd/Ívar


„Á þriðjudaginn vil ég sjá Garðbæinga fylla TM-höllina og þeir láti óspart í sér heyra eins og þeir gerðu á þriðjudaginn þegar við lékum fyrri leikinn við Selfoss. Handboltinn er vakna af dvala,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is á Selfossi í gærkvöld.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -