Volda heldur sínu striki í átt að úrvalsdeildinni

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari Volda í Noregi. Mynd/Volda

Volda heldur efsta sæti norsku 1. deildar kvenna eftir leiki 17. umferðar sem fram fóru í dag. Volda er með 31 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. Í dag vann Voldaliðið, sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar, liðsmenn Grane Arendal með tíu marka mun í Sør Amfim 31:21.


Katrín Tinna Jensdóttir, unglingalandsliðskona, var að vanda í liði Volda og lét til sína taka í vörninni.

Sara Dögg Hjaltadóttir, leikmaður Gjerpen HK Skien.


Sara Dögg Hjaltadóttir og félagar í Gjerpen HK Skien fylgja Volda fast eftir. Gjerpen vann Fjellhammer á heimavelli í hörkuleik, 29:28, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12.


Sara Dögg skoraði fimm mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítakasti.


Gjerpen HK Skien er tveimur stigum á eftir Volda og á einnig þrjá leiki eftir. Aðeins eitt lið fer beint upp í úrvalsdeild í vor en annað lið gæti öðlast sæti í efstu deild í gegnum umspil.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -