- Auglýsing -
- Auglýsing -

Höfðum gleymt þessari tilfinningu

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, umgringd leikmönnum Vals. Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Það eitthvað við þessa leiki sem gerir mann enn vonsviknari yfir að tapa en kannski er það vegna þess að okkur hefur gengið vel og við farnar að gleyma því hvernig þær tilfinningar eru að tapa leik,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, eftir fjögurra marka tap, 28:24, fyrir Val í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Origohöll Valsara í gærkvöldi.

„Við erum hinsvegar alveg staðráðnar í að þessi tilfinning mun ekki venjast á leiktíðinni. Fyrst og fremst var Saga [Sif Gísladóttir] frábær í marki Vals. Hún reyndist okkur óþægur ljár í þúfu. Ég hefði til dæmis getað minnkað muninn í eitt mark undir lok en hún varði frá mér úr dauðafæri. Mark þá hefði getað hleypt meiri spennu í lokamínúturnar en svo varð ekki.

En því miður þá áttum við ekkert meira skilið úr þessum leik eins og við lékum í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var frábær af okkar hálfu. Þá sýndum við okkar rétta andlit og hefðum átt að vera  einu til tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Það var mjög svekkjandi að Valur jafnaði metin á síðustu sekúndum hálfleiksins,“ sagði Steinunn og bætti við að varnarleikur Fram-liðsins hafi ekki verið viðundandi í þeim síðari.

„Það var alltof mikið pláss á milli okkar og það nýtti Valsliðið sér mjög vel. Markvarslan var síðan í takti við varnarleikinn.  Ég hef hinsvegar engar áhyggjur af stöðunni þótt við töpum einum leik. Það er svo mikið eftir af mótinu.

Við eigum mikið inn hjá mörgum leikmönnum. Þar á meðal er ég ekki kominn í mitt besta stand. Þar af leiðandi eiga lið eftir að hræðast okkur þegar á tímabilið líður,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, þegar handbolti.is hitti hana að máli eftir leikinn í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -