- Auglýsing -

Mikilvægur sigur hjá Ágústi Elí og félögum

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg í Danmörku og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar í KIF Kolding unnu kærkominn sigur í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik er þeir lögðu TMS Ringsted, 29:26, á heimavelli. Sigurinn lyfti Kolding upp úr 13. sæti upp í það 11., en fimmtán lið eru í dönsku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili.


Ágúst Elí kom til leiks í síðari hálfleik og varði fjögur af 12 skotum sem á mark hans komu, 33,3%.


Kolding var með yfirhöndina allan leikinn og m.a. munaði fimm mörkum í hálfleik, 19:14. Liðið slakaði aðeins á síðustu mínúturnar eftir að hafa verið sjö mörk yfir, 28:21, þegar sjö mínútur voru til leiksloka.


Þótt Aron Pálmarsson væri fjarverandi vegna meiðsla þá kom það ekki í veg fyrir öruggan sigur Danmerkurmeistara Aalborg Håndbold á TTH Holstebro, 34:27, á útivelli. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem er í öðru sæti deildarinnar.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -