- Auglýsing -

Ævintýraleg endalok – úrslit og markaskor kvöldsins

Einar Örn Sindrason lék vel fyrir FH-liðið í kvöld. Hér sækir hann að Tryggva Þórissyni, leikmanni Selfoss. Mynd/J.L.Long

Stjarnan vann á ævintýralegan hátt upp tíu marka forskot Aftureldingar á síðustu 20 mínútunum í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í TM-höllinni í kvöld og tryggði sér annað stigið, 26:26. Aftureldingarmenn spiluðu rassinn úr buxunum og skoruðu aðeins fjögur mörk gegn 14 á fyrrgreindum kafla.


Stjarnan er þar með áfram í fjórða sæti með 16 stig en Afturelding situr föst í sjöunda sæti með 12 stig. Selfoss krækti í stig og er í sjötta sæti eftir jafntefli við FH í Kaplakrika eða réttara er e.t.v. að segja að FH hafi náð í jafntefli. FH var undir nær allan leikinn en tókst að vinna annað stigið með því að skora tvö síðustu mörkin. Egill Magnússon jafnaði metin þegar lítið var eftir af leiktímanum.


FH er þar með áfram efst með 18 stig eins og grannar þeirra í Haukum. ÍBV sem tókst eftir mikinn barning að leggja Víking, 27:23, er í þriðja sæti með 17 stig. Jóhannes Berg Andrason fór á kostum í leiknum og skoraði 13 mörk fyrir Víkingsliðið sem var án Hamza Kablouti að þessu sinni og munaði um minna.


Valur marði sigur á Gróttu, 25:24, þar sem Sakai Motoki var hetja Íslandsmeistaranna er hann varði skot frá Birgi Steini Jónssyni á síðustu andartökum leiksins.

Loks fögnuðu KA-menn öðrum sigri sínum í röð. Þeir lögðu harðskeytta HK-inga, 33:30. Nicholas Satchwell, sem hefur lengst af leiktíðar verið skugginn af sjálfum sér, rak af sér slyðruorðið í leiknum og varði 20 skot í marki KA og munaði svo sannarlega um minna.


Staðan í Olísdeild karla er hér.

Ásbjörn Friðriksson, FH, hefur snúið á Karolis Stropus, leikmann Selfoss, í Krikanum í kvöld. Mynd /J.L.Long


FH – Selfoss 28:28 (17:17).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 9/4, Einar Örn Sindrason 8, Birgir Már Birgisson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Egill Magnússon 2, Hlynur Jóhannsson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Phil Döhler 13, 31,7%.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 8, Hergeir Grímsson 5, Karolis Stropus 4, Einar Sverrisson 3/1, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Alexander Már Egan 2.
Varin skot: Vilius Rasimas 12, 30,8%, Sölvi Ólafsson 0.

Einar Sverrisson leitar að leið framhjá Leonharði Þorgeiri Harðarsyni, FH-ingi. Mynd / J.L.Long


ÍBV – Víkingur 27:23 (14:13).
Mörk ÍBV: Gauti Gunnarsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 6, Dánjal Ragnarsson 4, Andrés Marel Marel Sigurðsson 3, Dagur Arnarsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Elmar Erlingsson 1, Rúnar Kárason 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 12, 38,7% – Einar Þór Jónsson 1, 20%.
Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 13/5, Guðjón Ágústsson 3, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Arnar Steinn Arnarson 1, Logi Ágústsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1, Andri Dagur Ófeigsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 15, 35,7%.


Valur – Grótta 25:24 (15:13).
Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 7, Tumi Steinn Rúnarsson 6/3, Vignir Stefánsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 32% – Sakai Motoki 7, 50%.
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 7, Igor Mrsulja 4, Ívar Logi Styrmisson 4, Ólafur Brim Stefánsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 31.4%, Ísak Arnar Kolbeinsson 0.

KA – HK 33:30 (19:18).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 7, Ólafur Gústafsson 7, Óðinn Þór Ríkarðsson 6, Einar Birgir Stefánsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Pætur Mikkjalsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 20, 41,7%.
Mörk HK: Kristján Ottíó Hjálmsson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Einar Pétur Pétursson 4/4, Kristján Pétur Barðason 4, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Elías Björgvin Sigurðsson 3, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Bjarki Finnbogason 2, Arnór Róbertsson 1, Sigurður Jefferseon Guarino 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Ingvar Ingvarsson 10, 34,5% – Sigurjón Guðmundsson 4, 22,2%.


Stjarnan – Afturelding 26:26 (9:17).
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 10/7, Björgvin Þór Hólmgeirsson 9, Gunnar Steinn Jónsson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 1.
Varin skot:
Brynjar Darri Baldursson 5, 22,7% – Sigurður Dan Óskarsson 4, 30,8%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 7, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5/2, Þrándur Gíslason Roth 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 1, Birkir Benediktsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 6, 26,1% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 27,3%.

Handbolti.is fylgdist með öllum leikjum kvöldsins í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -