- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Þór tryggði annað stigið

Einar Jónsson þjálfari Fram og leikmenn hans leika við ÍBV í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Björgvin Þór Hólmgeirsson sá til þess að Stjörnunni tókst að bjarga sér um annað stigið í viðureign sinni við Fram í TM-höllinni í handknattleik í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins, 31:31. Framliðið reyndi hvað það gat á síðustu sekúndunum til að ná í bæði stigin en allt kom fyrir ekki.


Fram var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14, og virtist ætla að fara með bæði stigin úr viðureigninni í TM-höllinni. Framarar voru fimm mörkum yfir, 26:21, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og eins var forskot þeirra fimm mörk, 30:25, þegar tíu mínútur voru eftir af leiktímanum. Eftir það tók nánast undan markaskorun liðsins. Það skoraði aðeins eitt marka á síðustu mínútunum eftir að Stjörnumönnum tókst að herða róðurinn.


Stjarnan er áfram í fimmta sæti með 13 stig að loknum tíu leikjum. Fram er í áttunda sæti með níu stig og er stigi á eftir Selfossi.

Mættur í markið á ný

Stjörnumenn mega teljast góðir að hafa náð að krækja í annað stigið í leiknum úr því sem komið var. Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunnar, sem hafði ákveðið að rifa seglin í vor, stóð á milli stanganna í kvöld í fjarveru þriggja markvarða liðsins.

Mörk Stjörnunnar: Björgvin Þór Hólmgeirsson 11, Leó Snær Pétursson 6, Hafþór Már Vignisson 6, Sverrir Eyjólfsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1.

Mörk Fram: Breki Dagsson 7, Rógvi Dahl Christiansen 7, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 5, Vilhelm Poulsen 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Stefán Darri Þórsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Reynir Þór Stefánsson 1, Ólafur Jóhann Magnússon 1.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -