- Auglýsing -

Dagskráin: Efsta sætið í húfi á Ásvöllum – KA kemur suður

Aron Kristjánsson, stýrði Haukum í síðasta sinn í Vestmannaeyjum í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Áttunda umferð Olísdeildar karla heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum en fyrsti leikur umferðarinnar var í gærkvöld þegar Víkingur sótti Selfoss heim.


Í kvöld klukkan 18 mæta leikmenn ÍBV galvaskir á Ásvelli eftir tvo sigurleiki í röð og leika við Hauka sem deila efsta sæti deildarinnar með Valsmönnum. ÍBV er stigi á eftir. Haukar hafa unnið þrjár síðustu viðureignir sína. Sigurlið leiksins á Ásvöllum í kvöld vermir toppsæti Olísdeildar næstu daga.


Afturelding og KA leiða saman hesta sína á Varmá kl. 19.40. Aftureldingarmenn töpuðu fyrir ÍBV í síðustu umferð deildarinnar á sama tíma og KA batt enda á fjögurra leikja taphrinu með sannfærandi sigri á Fram í KA-heimilinu.

Olísdeild karla:
Ásvellir: Haukar – ÍBV, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Varmá: Afturelding – KA, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2Sport.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -