- Auglýsing -

Dagskráin: Tveir leikir af fjórum

Mynd/ J.L.Long

Tveir leikir fara fram í Grill66-deild karla í handknattleik. Liðin tvö sem komu óvænt inn í deildarkeppnina á síðasta sumri, Berserkir og Kórdrengir, verða í eldlínunni. Þeir fyrrnefndu halda austur á Selfoss og glíma við ungmennalið Selfoss sem hefur verið á siglingu upp á síðkastið. Kórdrengir fá heimsókn af ungmennaliði Vals á heimavöll sinn í Digranesi. Báðir leikir hefjast stundvíslega klukkan 19.30


Til viðbótar áttu að fara fram tveir leikir sem varð því miður að slá á frest af alkunnum ástæðum. Annars vegar var það viðureign Vængja Júpíters og ungmennaliðs Aftureldingar og hinsvegar leikur Þórs Akureyri og Fjölnis.


Grill66-deild karla:
Digranes: Kórdrengir – Valur U, kl. 19.30.
Set-höllin: Selfoss U – Berserkir, kl. 19.30.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -