- Auglýsing -

Dagskráin: Ungmenni mætast á Selfossi

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Einn leikur verður á dagskrá Íslandsmótsins í handknattleik karla í kvöld. Ungmennalið Selfoss og Hauka mætast í Sethöllinni á Selfossi klukkan 20. Um er að ræða leik úr þriðju umferð deildarinnar.

Að loknum leiknum á Selfossi í kvöld verður enn eftir einn leikur í 3. umferð deildarinnar sem fyrirhugað er að verði háður 4. nóvember. Er þar um að ræða leik Berserkja og Fjölnis sem frestað var á dögunum þegar kórónuveiran knúði dyra hjá Fjölnismönnum.


Leikur kvöldsins – Grill66-deild karla:
Sethöllin: Selfoss U – Haukar U, kl. 20.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -