EHF staðfestir EM yngri landsliða í sumar

Mynd/EPA

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest að Evrópumót yngri landsliða fari fram í sumar. Framkvæmdastjórn EHF lagði blessun sína yfir mótahaldið á fundi sínum á föstudaginn. Óvissa skapaðist í þessu efnum eftir að Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti á dögunum að ekkert verði af heimsmeistaramótum 19 og 21 árs liða.

  • Ísland á þátttökurétt á fjórum móta sumarsins.
  • U17 ára landslið karla tekur þátt í Opna Evrópumótinu sem fram fer í Svíþjóð 5. til 9. júlí.
  • U17 ára landslið kvenna verður með í B-deild Evrópumótsins 7.-15. ágúst í Litháen.
  • U19 ára landslið kvenna tekur þátt í B-deild Evrópumótsins sem haldið verður í Skopje í Norður-Makedóníu 8.-15. ágúst.
  • U19 ára landslið karla keppir á Evrópumeistaramótinu sem haldið verður í Króatíu 12. – 22. ágúst.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -