Yngri landslið kvenna leika í Litháen og Norður-Makedóníu

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni B-deildar Evrópumóts U-17 og U-19 ára landsliða kvenna sem fram fara í sumar. Bæði landslið Íslands voru í efsta styrkleikaflokki.

U-17 ára landslið kvenna leikur sína leiki í riðli sem fram fer í Klapeda í Litháen dagana 7. – 15. ágúst nk.

Með íslenska landsliðinu í riðli verða landslið Póllands, Hvíta-Rússlands, Tyrklands og Lettlands.

Þjálfarar U-17 ára landsliðs kvenna eru Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson.

U-19 ára landslið kvenna leikur sína leiki í riðli sem fram fer í Skopje í Norður-Makedóníu daganna 8. – 15. júlí nk.

Með íslenska landsliðinu í riðli verða landslið Póllands, Hvíta-Rússlands,
Finnlands og Bretlands.

Þjálfarar U-19 ára landsliðs kvenna eru Díana Guðjónsdóttir og Magnús Stefánsson.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...

Enn einn stórsigur HK

HK-liðið hefur verið á sigurbraut um nokkurt skeið í Grill 66-deild karla í handknattleik. Á því varð engin breyting í kvöld þegar...
- Auglýsing -