- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Faxi“ á leið til Íslendingaliðs?

Staffan Olsson hefur verið ráðinn þjálfari hollenska karlalansliðsins í handknattleik. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Staffan „Faxi“ Olson þykir líklegur til að taka við þjálfun sænska handknattleiksliðsins IFK Kristianstad fyrir næsta tímabil. Með Kristianstad leika m.a. Íslendingarnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.

Ulf Larsson tók tímabundið við þjálfun Kristianstad rétt fyrir jól eftir að Ljubomir Vranjes var látinn taka hatt sinn og staf eftir nærri tveggja ára veru í stóli þjálfara. Þar áður hafði Ola Lindgren verið þjálfari Kristianstad um árabil.

Ljóst er að Larsson er aðeins skammtímalausn en hann var áður aðstoðarmaður Vranjes. Árangur Kristianstad á leiktíðinni hefur verið undir væntingum, alltént í sænsku úrvalsdeildinni þar sem liðið er í sjöunda sæti um þessar mundir.

Olsson hefur ekki verið mikið viðriðinn þjálfun síðan hann hætti hjá PSG fyrir nærri þremur árum. Auk starfsins hjá PSG var Olsson um árabil landsliðsþjálfari Svía ásamt fyrrgreindum Lindgren.

Teitur Örn Einarsson, leikmaður IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad

Leita að örvhentum hornamanni

Forráðamenn Kristianstad leita nú logandi ljósi að örvhentum hornamanni eftir að eini hægri hornamaðurinn í liðinu, Anton Hallén, sleit krossband í Evrópuleiknum við Dinamo Búkarest á þriðjudaginn.

Teitur Örn, sem er aðal örvhenta skytta liðsins ásamt Hampus Henningsson, gæti þurft að leysa hornastöðuna um tíma. Henningson er talinn ósennilegri í hlutverk hornamanns þar sem hann er tveir metrar á hæð og yfir 100 kg að þyngd.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -