- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fóru áfram í átta liða úrslit eftir harðan slag

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson var í stóru hlutverki hjá SC Magdeburg í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með fimm marka sigur á ASV Hamm-Westafalen, 31:26, á heimavelli 2. deildarliðsins.

Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk í fimm skotum og átti tvær stoðsendingar gegn harðskeyttum leikmönnum Hamm sem gáfu sinn hlut ekki eftir átakalaust. Liðið var til að mynda marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13.


Magdeburg mætir GWD Minden í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í byrjun febrúar. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar fóru fram í síðustu viku en þá varð að fresta viðureign Hamm og Magdeburg þar sem síðarnefnda liðið var að tína upp eftirlegukind í Evrópudeildinni.

Ómar Ingi Magnússon var með spakara móti í kvöld. Hann skorað þrjú mörk í fjórum skotum fyrir Magdeburg og átti ekki stoðsendingu sem er harla óvenjulegt ef rétt er.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -