- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram fór með tvö stig úr Víkinni

Einar Jónsson þjálfari Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Víkingar eru enn að leita eftir sínum fyrstu stigum í Olísdeild karla eftir að hafa tapað á heimavelli fyrir Fram, 27:25, í fimmtu umferð deildarinnar í Víkinni í kvöld. Framarar eru hinsvegar í góðum málum með átta stig og í þriðja sæti eftir fjóra sigurleiki í röð. Þeir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik í dag, 14:10.


Víkingar byrjuðu leikinn illa. Leikmenn Fram skoruðu fimm af fyrstu sex mörkunum. Þetta upphaf setti e.t.v. mark á leikinn það sem eftir var.


Leikmenn Víkings náðu aldrei að jafna metin eða að komast yfir. Þeir voru í eltingaleik við Framara allt til loka. Þeim tókst að minnka muninn undir lokin í eitt mark í tvígang, 23:22, og 24:23. Nær komust þeir ekki.


Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7/4, Jóhannes Berg Andrason 6, Styrmir Sigurðsson 4, Hjalti Már Hjaltason 3, Guðjón Ágústsson 2, Arnar Steinn Arnarsson 1, Arnar Huginn Ingason 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 14, 34,1%.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 6/3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Kristófer Dagur Sigurðsson 4/1, Stefán Darri Þórsson 3, Rógvi Dahl Christiansen 3, Breki Dagsson 3, Kristófer Andri Daðason 1, Ólafur Jóhann Magnússon 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 17, 41,5% – Valtýr Már Hákonarson 1, 50%.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.

Stöðuna í Olísdeildinni og næstu leiki er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -