- Auglýsing -

Grill66-deild kvenna: Byrjað með þremur leikjum – úrslit og markaskorarar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

ÍR, Grótta og Víkingur unnu leiki sína í 1. umferð Grill66-deildar kvenna sem hófst í kvöld. Upphafsleikur deildarinnar var í Safamýri þar sem Víkingar hafa hreiðrað um sig eftir flutning Framara í Grafarholtið. Víkingar virtust kunna vel við sig á nýjum heimaslóðum og unnu liðsmenn Fjölnis/Fylkis á sannfærandi hátt með 11 marka mun þegar upp var staðið, 28:17.


Ída Bjarklind Magnúsdóttir fór á kostum í talsvert endurbættu Víkingsliði. Hún skorað 11 mörk og réðu leikmenn Fjölnis/Fylkis ekkert við hana. Arna Þyri Ólafsdóttir var öflug að vanda.


Grótta hefur bætt nokkrum öflugum leikmönnum við sig fyrir tímabilið auk nýrra þjálfara, Gunnars Gunnarssonar og Sigríðar Unnar Jónsdóttur. Gróttuliðið lét ungmennalið Vals ekki vefjast fyrir sér í Hertzhöllinni frá upphafi. Í hálfleik var sjö marka munur, 18:11, og átta mörkum skakkaði þegar upp var staðið, 29:21.


Eins og Grótta þá er nýr þjálfari við stjórnvölin hjá ÍR, Sólveig Lára Kjærnested. Hún þreytir frumraun sína sem þjálfari í meistaraflokki. Byrjunin var góð. ÍR vann stórsigur á ungmennaliði HK, 36:13. ÍR-liðið verður samt vart dæmt af þessum stóra sigri þar sem mótspyrna hins unga liðs HK var ekki mikil.


ÍR – HK U 36:13 (20:9).
Mörk ÍR: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 5, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 5, Karen Tinna Demian 5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 3, Guðrún Maryam Rayadh 3, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 12, Hildur Öder Einarsdóttir 4,
Mörk HK U.: Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 2, Anna Valdís Garðarsdóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 1, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Varin skot: Jenný Dís Guðmundsdóttir 8, Íris Eva Gísladóttir 4.


Grótta – Valur U 29:21 (18:11).
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Rut Bernódusdóttir 5, Guðrún Þorláksdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Helga Guðrún Sigurðardóttir 1, Margrét Castillo 1, Katrín Scheving 1, Kartrín Helga Sigurbergsdóttir, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Anna Katrín Stefánsdóttir 1.
Mörk Vals U.: Ásrún Inga Arnarsdóttir 6, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Karlotta Óskarsdóttir 5, Þórunn Jóhanna Þórisdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.

Víkingur – Fjölnir/Fylkir 28:17 (14:9).
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 11, Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Berglind Adolfsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Rakel Sigmarsdóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Sara Björk Davíðsdóttir 5, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 3, Kristjána Marta Marteinsdóttir 3, Ada Kozica 2, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Harpa Elín Haraldsdóttir 1, Svava Lind Gísladóttir 1.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deildum.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -