- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harpa og samherjar unnu eftir framlengdan leik

Harpa Rut Jónsdóttir í leik með LK Zug. Mynd/Felix Walker
- Auglýsing -

Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar í LK Zug unnu í kvöld fyrsta úrslitaleikinn við LC Brühl um svissneska meistaratitilinn í handknattleik eftir mikla spennu og framlengingu, 30:29. Leikið var í Brühl en liðið varð efst í deildarkeppninni á leiktíðinni en LK Zug hafnaði í þriðja sæti.

Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 25:25, og varð þá að grípa til framlengingar sem var hnífjöfn og afar spennandi allt til loka. Leikmenn Brühl náðu að jafna metin, 28:28, þegar rétt innan við tvær mínútur voru til loka framlengingarinnar. Harpa og félagar svöruðu með tveimur mörkum og heimaliðinu tókst ekki að klóra í bakkann nema einu sinni eftir það.


Harpa Rut tók þátt í leiknum í kvöld en var ekki á meðal markaskorara. Zug var marki yfir í hálfleik, 15:14.


Næsti leikur liðanna verður í Zug á föstudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður svissneskur meistari. Zug varð á dögunum bikarmeistari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -