- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar einir efstir eftir að þeim var velgt undir uggum

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍR-ingar eru á ný einir í efsta sæti Grill66-deild karla í handknattleik eftir að hafa lagt ungmennalið Selfoss með fjögurra marka mun, 35:31, í hörkuleik í Sethöllinni á Selfoss í gækvöld. ÍR er með 22 stig í efsta sæti deildarinnar að loknum 12 leikjum. Hörður og Fjölnir eru tveimur stigum á eftir og hafa Fjölnismenn leikið einum leik fleiri en ÍR og Hörður.


Ungmennalið Selfoss náði að velgja ÍR-ingum undir uggum í Sethöllinni. Heimamenn voru m.a. með eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik. Leikmönnum ÍR tókst að snúa við taflinu og vinna nauðsynlegan sigur í toppbaráttu deildarinnar en hart er barist um efsta sæti sem veitir þátttökurétt í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili.


Mörk Selfoss: Guðjón Baldur Ómarsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Sölvi Svavarsson 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Hans Jörgen Ólafsson 1.
Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 9, Viktor Sigurðsson 7, Kristján Orri Jóhannsson 5, Bjarki Steinn Þórisson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Ólafur Haukur Matthíasson 3, Ingólfur Arnar Þorgeirsso 3, Gabríel Freyr Kristinsson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -