- Auglýsing -

ÍR treysti stöðu sína á toppnum

Sigrún Jóhannsdóttir og félagar í FH taka á móti mæta ÍR í fyrstu umferð umspils um sæti í Olísdeild kvenna. Mynd/J.L.Long

ÍR treysti stöðu sína í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með því að leggja FH með fjögurra marka mun, 24:20, í viðureign liðanna í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar. Leikið var í Kaplakrika. ÍR var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 10:7.

Hildur Guðjónsdóttir, markahæsti leikmaður FH í leiknum með sjö mörk. Mynd/J.L.Long


Þar með hefur ÍR-liðið 15 stig eftir níu leiki í deildinni og er þremur stigum á undan Selfossi sem er í öðru sæti. FH er í þriðja sæti með 12 stig.
Karen Tinna Demain var besti leikmaður ÍR í kvöld. Hún skoraði níu mörk og var erfið viðureignar fyrir FH-inga. Hildur Guðjónsdóttir var atkvæðamikil í liði FH eins og stundum áður.

Fanney Þóra Þórsdóttir, fyrirliði FH. Mynd/J.L.Long


Laufey Lára Höskuldsdóttir, leikmaður ÍR, fékk beint rautt spjald á 52. mínútu hjá röggsömum dómurum leiksins, Ómari Erni Jónssyni og Magnúsi Kára Jónssyni.

Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 7, Fanney Þóra Þórsdóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 5, Emma Havin Sardarsdóttir 3.


Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 9, Ksenija Dzaferovic 5, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Matthildur Jónsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 2, Stefanía Ósk Egilbertsdóttir 1.

Sigrún Jóhannsdóttir, FH-ingur. Mynd/J.L.Long


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -