Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins, verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á næsta ári. Mynd/EPA

Viðureign Íslendinga og Ísraelsmanna í undankeppni EM 2022 í karlaflokki sem fram átti að fara hér á landi í byrjun nóvember, en ekkert varð af, hefur nú verið sett á helgina 13. og 14. mars á næsta ári.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, ákvað þetta í morgun. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands er ákvörðun EHF fagnað og um leið vonað að með hækkandi sól verði hægt að hafa áhorfendur á leiknum.

Óvíst er hvort hægt verði að leika í Laugardalhöll. Gólf Hallarinnar skemmdist á dögunum þegar hitavatnslögn gaf sig. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við handbolta.is á dögunum að sótt yrði um undanþágu hjá EHF til að leika landsleiki í öðru íþróttahúsi meðan Laugardalshöll verður úr leik.

Næstu leikir karlalandsliðsins verða 6. og 10. janúar gegn Portúgal. Sá síðari verður hér á landi. Báðar viðureignir eru liður í undankeppni EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Penninn áfram á lofti á Hlíðarenda – myndskeið

Valsmenn leggja vart frá sér pennann þessa daga og eru í óða önn að endurnýja og framlengja samninga við leikmenn kvennaliðs félagsins....

Ekki er slegið slöku við í Breiðholti

Leikmenn karlaliðs ÍR í handknattleik eru ekki aðeins á fullu þessa daga við að selja dagatöl, eins og kom fram á handbolti.is...

EM2020: Staðreyndir fyrir fyrstu orrustur

Evrópumeistaramót kvenna hefst í dag þegar að flautað verður til leiks í B og D riðli. Fjórir leikir eru á dagskrá. Í...
- Auglýsing -