Ýmir Örn Gíslason er einn landsliðsmanna Íslands. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson

„Nú förum við í að sækja um undanþágu fyrir undanþáguna,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands þegar handbolti.is spurði hann hvað væri til ráða vegna landsleikja á næstu mánuðum eftir að vatnsleki í síðustu viku varð þess valdandi að keppnisgólf Laugardalshallar er nær örugglega ónýtt.

Víst þykir að skipta verði um gólfefni á keppnissalnum. Það þýðir að ekki verður leikinn þar handknattleikur nærri því á næstunni en 10. janúar á íslenska landsliðið að taka á móti landsliði Portúgal í undankeppni EM karla 2022. Laugardalshöll er eina keppnishúsið hér á landi sem hefur undanþágu frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, til að hýsa leiki í undankeppni stórmóta.

Róbert sagðist reikna með að sótt verði um undanþágu til að leika landsleikinn á Ásvöllum. Slík undanþága var veitt af hálfu EHF í fyrra gegn ströngum skilyrðum vegna viðureignar Íslands og Frakklands í undankeppni EM í kvennaflokki.

Getur tekið marga mánuði


„Síðan á það eftir að koma í ljóst hvort Höllin verður lokuð í tvo, fjóra eða sex mánuði vegna þessa,“ segir Róbert og bendir á að karlalandsliðið eigi eftir heimaleik við Ísrael í vor. Engir heimaleikir í undankeppni stórmóta eru framundan hjá kvennalandsliðinu næstu mánuði.

Einnig geti farið svo að færa verði hina vinsælu úrslitakeppni Coca Cola-bikarsins í annað keppnishús. Enn er óljóst hvenær hún fer fram þar sem skipulag Íslandsmótsins og bikarkeppninnar er í uppnámi vegna kórónuveirunnar og sóttvarna henni fylgjandi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Vængirnir höfðu lítið upp í krafsinu á Selfossi

Ungmennalið Selfoss vann í kvöld annan leik sinn er þeir lögðu Vægni Júpíters í Hleðsluhöllinni á Selfossi, 29:21, eftir að hafa verið...

Víkingar gerðu strandhögg í Dalhúsum

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu eina taplausa liði Grill 66-deildar karla í handknattleik, Fjölni, í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi,...

Kría gerði usla í Kórnum

Leikmenn Kríu gerðu heldur betur usla í toppbaráttu Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu HK, 25:23, á heimavelli...
- Auglýsing -