- Auglýsing -
- Auglýsing -

Keppnistímabilinu er lokið hjá Árna Braga

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu í Sethöllinni í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Árni Bragi Eyjólfsson leikur ekki fleiri leiki með Aftureldingu í Olísdeildinni á þessu keppnistímabili. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Árni Bragi fór úr hægri axlarlið í leik Aftureldingar og Selfoss á Varmá í síðustu viku.


Gunnar segir Árna Braga hafi gengist undir aðgerð á dögunum þar sem búið var svo um hnútana að hann fari ekki á ný úr axlarlið. Án aðgerðar hefði Árni Bragi getað mætt á völlinn í vor en því miður þá hafi sú hætta verið fyrir hendi, án aðgerðar, að hann færi á ný úr lið. Þeir sem einu sinni hafa farið úr axarlið eru í meiru hættu á að það gerist aftur og þá þarf á stundum ekki mikið til.


„Læknar mæla með aðgerð og við tökum ráðleggingum þeirra. Fáum öxlina í lag og Árna Braga tilbúinn í slaginn með okkur í upphafi næsta keppnistímabils,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sem aðeins hefur einn örvhentan leikmann í sínum hóp um þessar mundir.


Árni Bragi varð markakóngur með KA á síðasta keppnistímabili og var einnig valinn besti leikmaður Olísdeildar á uppskeruhófi HSÍ eftir keppnistímabilið. Hann gekk á ný til liðs við Aftureldingu á síðasta sumri eftir tveggja ára fjarveru, annað árið hjá Kolding í Danmörku og hitt hjá KA.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -