- Auglýsing -

Kórdrengir fóru tómhentir frá Ásvöllum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Ungmennalið Hauka vann nauman sigur á liði Kródrengja, 30:28, í viðureign liðanna í Grill66-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Með sigrinum færðust Haukar upp að hlið ungmennaliðs Selfoss í 5. sæti með 12 stig.


Kórdrengir eru í sjöunda sæti með níu stig eftir 12 leiki. Nýjasti liðsmaður Kórdrengja, Sveinn Aron Sveinsson, lék ekki með samherjum sínum í kvöld en hann er væntanlegur inn í liðið á næstunni.


Mörk Hauka U.: Kristófer Máni Jónasson 9, Össur Haraldsson 6, Gísli Rúnar Jóhannsson 4, Róbert Snær Örvarsson 4, Sigurður Jónsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Jakob Aronsson 1, Jón Brynjar Kjartansson 1, Birkir Snær Steinsson 1.


Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeirer 12, Þorlákur S. Sigurjónsson 6, Eyþór Hilmarsson 4, Úlfur Þórarinsson 3, Arne Karl Wehmeier 2, Eiríkur Guðni Þorsteinsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -