- Auglýsing -

Meistararnir nálgast toppliðin

Unnur Ómarsdóttir kunni vel við sig í Kórnum og skoraði sex mörk gegn HK. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Íslandsmeistarar KA/Þórs halda áfram að sækja að toppliðunum í Olísdeild kvenna. Þeir unnu öruggan sigur á HK í Kórnum í kvöld, 31:27, og eru þar með aðeins stigi á eftir Val sem er í öðru sæti. KA/Þórsliðið á auk þess leik til góða á Val. HK er áfram í sjöunda sæti með níu stig.


HK-liðið byrjaði leikinn afar illa. Fyrstu 15 – 20 mínúturnar náðu leikmenn ekki að sýna sitt rétta andlit. Þetta nýttu leikmenn KA/Þórs sér vel. Þeir lögðu grunn að sigrinum með öruggri forystu í fyrri hálfleik sem varð mest níu mörk, 20:11. Staðan í hálfleik var 20:14.


Íslandsmeistararnir héldu HK-ingum hæfilega langt frá sér allan síðari hálfleikinn. Forskotið fór aldrei niður fyrir fjögur mörk. HK átti þess nokkru sinni kost að koma forskoti KA/Þórs niður í þrjú mörk en tókst ekki.


Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti frábæran leik fyrir HK. Hún var e.t.v. nokkuð lengi í gang en bar liðið á herðum sér það sem eftir var til leiksloka.
Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór. Hún eins og Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir nýttu færi sín vel.


Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 12/5, Leandra Náttsól Salvamoser 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1/1.
Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 8, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 6/5, Unnur Ómarsdóttir 6, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Hildur Lija Jónsdóttir 1, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1.

Því miður er ekki hægt að birta varin skot þar sem tölfræði HBStatz er kolröng. Alltént eins og hún var í leikslok.

Stöðuna í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -