- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Ólafur skaut Zürich í aðra umferð

Ólafur Andrés Guðmundsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ólafur Andrés Guðmundsson skaut svissneska liðinu GC Amicitia Zürich áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. Hann skoraði sigurmarkið sem reið baggamuninn þegar upp var staðið í níu marka sigri á heimavelli, 32:23, á pólska liðinu Górnik Zabrze. Hafnfirðingurinn skoraði beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti eins sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.


Leikmenn GC Amicitia Zürich töpuðu fyrri viðureigninni í Póllandi um síðustu helgi með átta marka mun, 27:19. Ólafur og félagar komust þar með áfram, samanlagt 51:50.


Ekki blés endilega byrlega hjá GC Amicitia Zürich eftir fyrri hálfleikinn á heimavelli í dag. Liðið var marki yfir, 14:13. Tíu mínútum fyrir leikslok var forskotið fimm mörk, 25:20. Endaspretturinn var hinsvegar frábær og Ólafur var hetjan þegar hann skoraði 32. markið beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti.


Ólafur Andrés kom til liðs við GC Amicitia Zürich frá Montpellier í sumar. Hann skoraði fimm mörk í leiknum í dag.


Í gær komust Tryggvi Þórisson og samherjar í Sävehof áfram í aðra umferð undankeppninnar og í kvöld verða fleiri Íslendingar í eldlínunni í síðari leikjum fyrstu umferðar. Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar sækja Drammen heim en með Drammenliðinu leika Óskar Ólafsson og Viktor Petersen Norberg. Einnig verður Hannes Jón Jónsson með sína með í Norður Makedóníu þar sem þeir leika við Eurofarm Pelister2.


Dregið verður til annarrar umferðar undakeppni Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -