- Auglýsing -

Níu marka sigur á Ásvöllum

Nýliðar Berserkja eru enn án stiga í Grill66-deild karla þegar þeir hafa lokið átta leikjum. Þeir máttu bíta í það súra epli að tapa fyrir ungmennaliði Hauka á Ásvöllum í dag með níu marka mun, 29:20, eftir að hafa verið þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 13:10.


Ungmennalið Hauka er í sjöunda sæti af 11 liðum deildarinnar með sex stig eftir sex leiki. Haukarnir eiga þar með inni nokkra leiki.


Berserkir taka á móti ÍR í 10. umferð á fimmtudagskvöldið. Haukar eiga hinsvegar fyrir höndum leik við ungmennalið Aftureldingar á Ásvöllum á laugardaginn.

Mörk Hauka U.: Þorfinnur Máni Björnsson 6, Össur Haraldsson 5, Róbert Snær Örvarsson 5, Sigurður Jónsson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Gísli Rúnar Jóhannsson 3, Alex Már Júlíusson 2, Jakob Aronsson 1, Þórarinn Þórarinsson 1.
Mörk Berserkja: Styrmir Steinn Sverrisson 5, Gabríel Ágústsson 4, Hlynur Óttarsson 2, Bjartur Heiðarsson 2, Sigurður Páll Matthíasson 2, Þorri Starrason 2, Sigtryggur Þeyr Þráinsson 1, Magnús Hallsson 1, Hinrik Árni Wöhler 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -