- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddaleikur eftir ÍR-sigur

Finnborgi Grétar Sigurbjörnsson og ÍR-sveitin hans mætir á Nesið á þriðjudagskvöld í oddaleik. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Það verður oddaviðureign hjá Gróttu og ÍR í undanúrslitum umspils um sæti í Olísdeild kvenna. ÍR vann í kvöld aðra viðureign liðanna, 23:22, í Austurbergi en Grótta vann fyrsta leikinn einnig með eins marks mun, 16:15, á Seltjarnarnesi á miðvikudagskvöldið. Oddaleikurinn verður í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á þriðjudagskvöld.

Grótta átti síðustu sókn leiksins í Austurbergi  en tókst ekki að færa sér hana í nyt. ÍR-ingar fögnuðu ákaft góðum sigri.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda. Frumkvæðið var alltaf í höndum ÍR. Gróttu tókst aldrei að komast yfir en  náði að jafna metin oft.

Karen Ösp Guðbjartsdóttir, markvörður ÍR var öflug eins og stundum áður. Hún varði 16 skot, sem jafngildir 43% hlutfallsmarkvörslu.

Karen Ösp Guðbjartsdóttir og Hildur María Leifsdóttir fagna. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Mörk ÍR: Ólöf Marín Hlynsdóttir 6, Fanney Ösp Finnsdóttir 4, Hildur María Leifsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 3, Stefanía Ósk Hafberg 2, Hildur Knútsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 8, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 5, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 3, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -