Róbert flytur heim í sumar

Róbert Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Katar 2015. Mynd/EPA

Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur ákveðið að flytja til Íslands í sumar með fjölskyldu sinni eftir um tveggja áratuga búsetu í Danmörku, Þýskalandi og í Frakklandi. Síðustu fimm ár hefur Róbert búið í Árósum þar sem hann batt enda á langar og gæfusaman keppnisferli sumarið 2018.

Róbert staðfesti við handbolta.is fyrir nokkru að ákveðið hafi verið að söðla um og kveðja Danmörku í sumar og flytja heim til Íslands. Hann sagði við handbolta.is í að breytingarnar tengdust ekki sameiningu Århus Håndbold og Skanderborg Håndbold sem tilkynnt var um í gær. Róbert hefur unnið við þjálfun m.a. í ungmennaakademíu Árósarliðsins samhliða öðrum störfum eftir að keppnisskórnir fóru upp í hillu eins og kom fram í neðangreindu viðtali handbolta.is við Róbert sem birt var í haust.

Um leið og spurðist út á dögunum að Róbert væri væntanlegur til landsins í sumar hefur verið uppi orðrómur um að hann sneri sér að þjálfun félagsliða á Íslandi. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum og sjálfur vildi Róbert ekkert tjá sig um hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur hér á landi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -