- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss mætir til leiks í 1. umferð – Hafnarfjarðarliðin í 2. umferð

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari og leikmenn Selfoss taka á móti Fram í Sethöllinni í kvöld. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Karlalið Selfoss verður í pottinum þegar dregið verið í 1. umferð Evrópubikarsins í handknattleik karla, European cup, á þriðjudag í næstu viku. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH sem einnig eru skráð til leiks í keppninni mæta til leiks í annarri umferð keppninnar. Einnig verður dregið í aðra umferð í næstu viku.


Selfoss verður í efri styrkleikaflokki í drættinum til fyrstu umferðar og mætir þar með einhverju af liðunum sem eru í öðrum flokki. Þau eru:


Beykoz BLD, Tyrklandi.
Viljandi HC, Eistlandi.
RK Zeleznicar 1949, Serbíu.
HC Robe Zubri, Tékklandi.
HB Dudelange, Lúxemborg.
KH Vellaznimi HC, Kósovó.
A.E.S.H. Pyela, Grikklandi.
CS Minaur Baia Mare, Rúmeníu.
SGAU-Saratov, Rússlandi.
KH ISMM Koprinice, Tékklandi.
Alingsås HK, Svíþjóð.
Bækkelage Handball Elite, Noregi.
RK Sloboda, Bosníu.
Sparkasse Schwaz HB Tirol, Austurríki.


Eins og sést á upptalningunni að ofan þá getur misjafnlega löng ferðalög beðið leikmanna Selfoss.


Til stendur að leikir fyrstu umferðar fari fram 11. og 12. september annarsvegar og 18. og 19. september hinsvegar.

Leikmenn Hauka og FH verða í pottinum þegar dregið verður í aðra umferð Evrópubikarsins og geta dregist saman. Mynd/J.L.Long


Haukar og FH mæta til leiks í aðra umferð keppninnar en verða hvort í sínum styrkleikaflokknum þegar dregið verður. Þar með er ekki hægt að útiloka Hafnarfjarðarliðin mætist þótt líkurnar séu ekki miklar.


Með FH í neðri styrkleikaflokknum eru m.a. Drammen frá Noregi sem Óskar Ólafsson og Viktor Petersen leika með, Dragunas frá Litáen, eistlenska liðið HC Tallinn og Krems frá Austurríki. Alls eru 12 lið í neðri styrkleikaflokknum en við hann bætast 15 sigurlið úr fyrstu umferð. Liðin 27 verða dregin á móti liðunum 27 sem eru í efri flokknum, þar á meðal Haukum.


Ákveðið er að önnur umferð Evrópubikarsins verður leikin á tveimur helgum eftir miðjan október.

Sem fyrr segir verður dregið í fyrstu og aðra umferð Evrópubikarkeppninnar 20. júlí. Á sama tíma verður dregið í Evrópubikarkeppni kvenna þar sem þrjú íslenska félagslið eru skráð til leiks, í forkeppni Evrópudeildarinnar sem Íslandsmeistarar Vals taka þátt í.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -