- Auglýsing -
- Auglýsing -

Talsverð ferðalög bíða íslensku liðanna þriggja

Ferðlög bíða leikmanna Vals og KA/Þórs í Evrópukeppninni í október. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna drógust á móti HC DAC Dunajska Streda frá Slóvakíu í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninni í handknattleik þegar dregið var í morgun. KA/Þór mætir Gjoche Petrov-WHC Skopje frá Norður Makedóníu og ÍBV fékk grískt lið, O.F.N. Ionias.

Uppfært: Því miður var ranglega greint frá í morgun að ÍBV hafi dregist gegn tyrknesku liði. Beðist er velvirðingar á því. Þegar betur er að gáð þá leikur ÍBV gegn gríska liðinu O.F.N. Ionias.

ÍBV mætti tveimur grísku liðum í keppninni á síðustu leiktíð og lagði þau bæði.


Leikir fyrstu umferðar Evrópubikarkeppninnar fara fram helgarnar 8. og 9. október og 15. til 16. október. Íslensku liðin eiga öll heimaleiki síðari helgina ef kemur til þess að leikið verður heima og að heiman en allur gangur hefur verið á því hin síðari ár. Til dæmis léku liðin öll á útivelli í fyrstu umferð á síðasta ári.


Sigurliðin komast í 32-liða úrslit keppninnar.

HC DAC Dunajska Streda – Valur.
Gjoche Petrov-WHC Skopje – KA/Þór .
O.F.N. Ionias – ÍBV.

Eftirtalin lið mætast í 1. umferð Evrópubikar kvenna:
Eurobud JKS Jaroslaw – Cabooter HandbaL Venlo.
Madeira Andebol SAD – SSV Brixen Südtirol.
A.C. PAOK – WHC Metalurg.
Sport Lisboa e Benfica – UHC Stockerau.
HC DAC Dunajska Streda – Valur.
Yellow Winterthur – MKS Iuventa Michalovce.
Gjorche Petrov-WHC Skopje – KA/Þór.
H71 – SC witasek Ferlach.
LK Zug Handball – HC Cassa Rurale Pontinia.
ZRK Kumanovo – Maccabi Arazim Ramat Gan.
HB Dudelange – WAT Atzgersdorf.
HRK Grude – ADA de San Pedro Sul.
Lugi – Westfriesland/SEW.
Alavarium Love Tiles – HB Käerjeng.
roomz JAGS WV – HC Azeryol.
KHF Istogu – WHC Cair Skopje.
JuRo Unirek/VZV – Dicken.
Anagennisi Artas – HC Byala.
ZRK Borac – Cyview Developers Latsia Nicosia.
KPR Gminy Kobierzyce – KHF Ferizaj.
Ali Best Espresso Mestrino – Motive.co Gijon.
Club Balonmano Elche – ZRK Naisa Nis.
Antalya Konyaalti BSK – A.E.S.H. Pylea.
Holon HC – DHC Slavia Prag.
GAS Kamaterou – HV Quintus.
Jomi Salerno – Ankara Yenimahalle BSK.
O.F.N. Ionias – ÍBV.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -