- Auglýsing -
- Auglýsing -

Toppbaráttan er komin í hnút

Björgvin Páll Rúnarsson var markahæstur leikmanna Fjölnis með átta mörk. Mynd/Þorgils G - Facebooksíða Fjölnis
- Auglýsing -

Enn meiri spenna en áður er hlaupin í toppbaráttu Grill66-deildar karla í handknattleik eftir að Fjölnir lagði ÍR, 38:35, í leik hinna heillum horfnu varna í Austurbergi í kvöld. Þetta var annar tapleikur ÍR-inga í röð í deildinni.

Þar með hafa fjögur efstu lið deildarinnar tapað þremur leikjum hvert. ÍR að loknum 15 leikjum, Fjölnir og Hörður eftir 14 leiki og Þór Akureyri eftir 12 leiki. Covid hefur slegið Þórsarar út af laginu síðustu viku og þeir fyrir vikið leikið færri leiki en hin liðin þrjú sem einnig hafa fengið sinn skammt af veirupestinni.


Ljóst er að lokaspretturinn í deildinni verður afar jafn og spennandi en aðeins eitt lið fer beint upp í Olísdeildina í vor. Önnur verða að fara í umspil til þess að krækja sér í hinn farseðilinn til flutnings á milli deilda.


Fjölnismenn voru öflugri framan af viðureigninni í Austurbergi í kvöld. Þeir komust yfir snemma og náðu um skeið fimm marka forskoti, 9:4, þegar fyrri hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður. ÍR-ingar hresstust nokkuð við leikhléið og tóku til við að saxa á forskot Fjölnismanna. Munurinn var eitt mark þegar átta mínútur voru til hálfleiks, 13:12, Fjölni í vil. Þegar leiktíminn var úti eftir fyrri hálfleik var staðan jöfn, 19:19.


Leikurinn var áfram í járnum fram yfir miðjan síðari hálfleik, síðast 29:28, þegar stundarfjórðungur eða þar um bil var eftir. Fjölnismenn voru sterkari á endasprettinum. ÍR-ingar fengu ekki við neitt ráðið þótt þeim tækist aðeins að minnka muninn. Fjölnir vann sanngjarnan þriggja marka sigur.


Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 11, Viktor Sigurðsson 10, Arnar Freyr Guðmundsson 5, Andri Heimir Friðriksson 2, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Ólafur Haukur Matthíasson 1, Eyþór Waage 1, Bergþór Róbertsson 1, Egill Már Hjartarson 1.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 12, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 9, Veigur Snær Sigurðsson 6, Goði Ingvar Sveinsson 3, Viktor Márni Matthíasson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Jón Bald Freysson 1, Heiðar Már Hildarson 1.


Leikur Vals U og Selfoss U sem átti að fara fram í kvöld var frestað einhverntímann í dag en reiknað var með hann færi fram í kvöld samkvæmt þeirri leikjadagskrá sem lá fyrir á vef HSÍ í morgun.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

Fylgst var með leik ÍR og Fjölnis á bikarvakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -