- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi Garðar skoraði 11 mörk í Digranesi

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals hafði betur í viðureign sinni við Kórdrengi í Grill66-deild karla í handknattleik í Digranesi í kvöld. Þegar upp var staðið munaði 10 mörkum á liðunum, 36:26, eftir að átta marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Tryggvi Garðar Jónsson reyndist Kórdrengjum erfiður í leiknum. Hann skorað 11 mörk og Tómas Sigurðarson var næstur með níu mörk.


Ungmennalið Vals hefur sótt í sig í veðrið upp á síðkastið og því kom frammistaða liðsins í kvöld gegn nýliðum Grill66-deildarinnar vart á óvart. Valur er í níunda sæti með sjö stig eftir 12 leiki. Kórdrengir sitja rólegir í sjöunda sæti með níu stig eftir 14 leiki.


Mörk Kórdrengja: Matthías Daðason 8, Eiríkur Guðni Þórarinsson 5, Sigurður Karel Bachmann 3, Eyþór Hilmarsson 2, Tómas Helgi Wehmeier 2, Birkir Fannar Bragason 2, Hrannar Máni Gestsson 1, Þorlákur S. Sigurjónsson 1, Úlfur Þórarinsson 1, Arne Karl Wehmeier 1.

Mörk Vals U.: Tryggvi Garðar Jónsson 11, Tómas Sigurðarson 9, Róbert Nökkvi Petersen 4, Jóel Bernburg 2, Þorgeir Arnarsson 2, Erlendur Guðmundsson 2, Ísak Logi Einarsson 2, Breki Hrafn Valdimarsson 2, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 1, Þorgeir Sólveigar Gunnarsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -