Fagnað við hliðarlínuna í kvöld. Mynd/EPA

„Við spiluðum frábæra vörn og Viktor kom sterkur inn af bekknum. Sóknarleikurinn var góður og við héldum áfram að skapa okkur færi. Því miður féll þetta með Frökkum í dag,“ sagði Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sem fór á kostum í vörn íslenska landsliðsins annan leikinn í röð þegar Ísland tapaði naumlega fyrir Frökkum, 28:26, í millriðlakeppni HM í handknattleik í Egyptalandi.

„Frakkar náðu að komast yfir eftir að ég fékk mína þriðju brottvísun þegar lítið var eftir af leiknum. Það var ansi súrt að sjá þetta og tek þetta hreinlega á mig,“ sagði Elliði Snær í samtali við handbolta.is.
 
„Við erum á góðri leið sem lið. Það er spennandi tímar framundan hjá landsliðinu. Við verðum bara betri með hverju árinu sem líður. Við erum flestir ungir að árum og höfum nokkra reynda menn með. Blandan er góð og á eftir að skila okkur í allra fremstu röð með aukinni reynslu,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður í handknattleik í Dr. Hassan Moustafa-íþróttahöllinni í Kaíró í kvöld.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Ungmenni Vals upp í annað sæti á ný

Ungmennalið Vals vann öruggan sigur á Gróttu í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 31:22. Þar með...

Kallaður til baka úr láni

Haukar hafa ákveðið að kalla Guðmund Braga Ástþórsson til baka úr láni hjá Aftureldingu. Hann lék sinn síðasta leik með Aftureldingu í...

Valsmenn skildu FH-inga eftir í síðari hálfleik

Framúrskarandi varnarleikur Valsmanna og stórleikur Ungverjans, Martin Nágy markvarðar, lögðu grunn að afar öruggum sigri Valsmanna á FH-ingum í Olísdeild karla í...
- Auglýsing -