Elvar Örn Jónsson á fullri ferð í leiknum við Frakka í kvöld. Mynd/EPA

„Ég er svekktur, mér fannst við vera svo nálægt þessu. Ég er líka svekktur út í sjálfan mig að skora ekki úr hraðaupphlaupinu sem ég fékk á mikilvægu augnabliki undir lokin,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, niðurlútur við handbolta.is í kvöld eftir naumt tap íslenska landsliðsins, 28:26, fyrir Frökkum í milliriðlakeppni HM í handknattleik í Egyptalandi.

„Mér fannst við vera með Frakkana en því miður þá klikkuðum við á ýmsum smáatriðum á síðustu tíu mínútunum og það fór með leikinn fyrir okkur. Svo féll eitt með okkur og annað með þeim. Leikurinn var bara stál í stál og því miður endaði hann eins og lokatölurnar segja,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður landsliðsins sem barðist af krafti á báðum endum leikvallarins í kvöld af dugnaði eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins sem tóku þátt.
 

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Ungmenni Vals upp í annað sæti á ný

Ungmennalið Vals vann öruggan sigur á Gróttu í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 31:22. Þar með...

Kallaður til baka úr láni

Haukar hafa ákveðið að kalla Guðmund Braga Ástþórsson til baka úr láni hjá Aftureldingu. Hann lék sinn síðasta leik með Aftureldingu í...

Valsmenn skildu FH-inga eftir í síðari hálfleik

Framúrskarandi varnarleikur Valsmanna og stórleikur Ungverjans, Martin Nágy markvarðar, lögðu grunn að afar öruggum sigri Valsmanna á FH-ingum í Olísdeild karla í...
- Auglýsing -